Lífið er ferðalag - ekki áfangastaður
Ferðalagið er gjöf til þín frá alheiminum. Viltu njóta þess með gleði? 
Sýn
Okkar sýn er að bjóða karlmönnum verfæri til að takast á við hið óvænta og ekki síður gagnleg viðbrögð við því sem oft dynur á okkur í hversdeginum.
Double Click to Edit
Karlaheill - kostir ferlisins
  • Aukin vellíðan
  • Heilbrigðari viðbrögð við áreiti
  • Betri svefn
  • Betri samskipti við maka, vini, samstarfsmenn...
  • Að þekkja hamingjuþrot
  • Að þekkja hvernig “hrútar” 
  • Að leyfa náttúrunni að heila þig
  • Og margt fleira...
Teymið sem leiðir þig   
Ægir Rafn Ingólfsson
Ægir hefur stundað og kennt jóga í meir en 20 ár. Hann er með 500 klst jógakennarréttindi frá Kripalu, Massachussetts. Jafnframt er hann með hugleiðslukennararéttindi frá iRest Yoga Nidra (Richard Miller) í Kaliforníu Ægir er með “námskeiðafíkn” og kann ekki tölu á þeim námskeiðum sem hann hefur sótt til að mennta sig!! Hann hefur starfað sem tannlæknir á Íslandi og víðar og stundaði sérfræðinám í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Áhugamál hans eru náttúran, köld böð, Qigong, fjallgöngur, mannlífið og margir fleiri snillingar leiða líka eftir efninu sem tekið er fyrir.
Double Click to Edit
TILGANGUR
Við vinnu okkar munum við nota skammtafræði (quantum intelligence). Þar sem skammtafræði hefur verið yfirfærð í praktískan búning til þess að takast á við það sem lífið færir okkur í fang.

Við munum nota róandi jógaæfingar til að núllstilla taugakerfið okkar sem verður fyrir miklu álagi. Þetta erir það að verkum að við fáum littla hvíld.

Við skoðum hjarta – heila – meltingarvegs tengingu til að hámarka heilbrigði. Í dag hafa rannsóknir sýnt fram á hve bakteríur í meltingarveg okkar hafa gríðaleg áhrif á alla okkar líkamsstarfsemi.

Við munum líka nota Jóga Nidra hugleiðslu, sem henntar mjög vel okkar vestræna uppeldi og kúltúr, til að róa taugakerfi okkar, ferðast um skynjun okkar og tilfinningar, öðlast meiri andlegan styrk o.fl.

Einnig verður mikil áhersla lögð á öndun – að hún sé rétt – og praktíska öndun sem hefur áhrif á hvernig okkur líður. Og ekki síður hvernig við stjórnum öndum við mismunandi verkefni.
HEILBRIGÐUR KARLMAÐUR
Það finnast margað skilgreiningar á heilbrigði. WHO skilgreinir heilbrigði sem
ástand sem felur í sér líkamlegan, andlegan og félagslegan vellíðan. Ekki
einungis að vera laus við heilsubrest.

Bæta má við að heilbrigður karlmaður er bæði ákeðinn (harður) og mjúkur.
Hann er með jafnvægi á báðum þessum þáttum. Hann getur átt samtal um
viðskipti OG mjúku málin sem snerta viðkvæma strengi.

Hann tekur meira af réttaum ákvörðum en röngum og er fljótur að komast í
jafnvægi þegar öldurnar hrekja hann úr því.

Og áfram má svona halda.......
FERLIÐ
Ferðalagið getur aðallega verið tvenns konar:

Í fyrsta falli að fara út í náttúruna. Hér er allt gert á forsendum karla. Uppáhalds staður okkar hafa verið Hornstrandi í einangrun frá öðru fólki. Rebbi er sá eini sem kemur í heimsókn. Þar höfum verið í skála í 4 daga út af fyrir okkur. Þar tölum við saman karlamál. Hugleiðum. Förum í nokkar léttar atburðaæfingar. Mikil áhersla á að læra með líkamanum. Könnum umhverfið. Kynnumst náttúrunni á algerlega nýjan hátt. Hlustum á sérstaka sögu Hornstranda og leyfum henni að hafa áhrif á okkur. Það eru allir sammála um að hún er stórbrotin.

Í öðru falli er hugleiðsluferli í reglulegum tímum á höfuðborgar svæðinu. Þar er að mestu gengið í gegnum Yoga Nidra hugleiðslu og hennar 10 lög sem geta tekið á öllum þáttum okkar lífs.

Um sagnir frá fyrri hetjum á Hornströndum.

“Iceland 2022. Four days with 7 splendid men in Hornstrandir. No phone, only
pure nature. A beautiful retrait guided by a very warm-hearted man, Aegir was
waiting for me. He has the enormous talent and gift of asking the right
questions at the perfect moment. He makes you reflect on yourself in a way
that transforms you forever. Together with these 7 magnificent men Aegir
creates an energy that will last for many years to come. I definitely recommend
to go on an once in a life time experience with Aegir. Thank you very much
brother for this beautiful gift. It changed me in a very positive way. May God
bless you.”

Stijn Staes
...
“Hvað hef ég fengið út úr þessu magnaða ferðalagi á Hornsrandir? É hef lært mjög
mikið um sjálfan mig og mun örugglega nota sem ég hef lært mér og fólksins í
kringum mig til að auðga líf skipulag á hvarjum degi, mitt og þeirra.
Leiðsögn Ægis var ótrúlegt ferðalag og það sem hann gaf af sér alveg magnað.
Ég mun aldrei gleyma því.“

Jón Björn Sigtryggsson
...
“Það sem ég hef fengið út úr þessu er hvernig æfingarnar hafa tengst skemmtilega við það sem kalla má daglegt amstur og breyta mótspyrnu í meðbyr. Neikvæðni yfir í jákvæðni. Leyfa hugsunum að koma og fara eða staðsetja þær á réttan hátt einhvern veginn.
Ég fékk nýja sýn á hugleiðslu og hvað hún er í raun ríkur partur af lífi mínu.
Leibeinandanum hefur tekist vel að koma sínum upplifunum og reynslu til skila. Kann ég honum góðar þakkir fyrir og mæli eindregið með þessu ferli/námskeiði.“

Hans K.
...
“Ægir Rafn miðlar með einlægni og hlýjum ásetningi af fræðum sem hann hefur
numið í gegnum árin, sérstaklega hugleiðslu- og öndunaræfingar. Hann gerir
það án þess að setja sig á stall sem gúru, jafnvel þó að það sé tilhneiging til
þess að koma fram við hann þannig.

Framsetning er hæg og djúp, róandi, jafnvel dáleiðandi.“

Þór Fjalar Hallgrímsson
...
“Moving the needle...
Frábær uppbygging námskeiðs/ferðar.
Leiðbeinandi fór með okkur gegnum ýmsa þætti til að bæta andlegan styrk,
fékk allan hópinn til að taka þátt. Spurði spurninga sem var áskorun að svara.
En allt gert með það að markmiði að viðkomandi gæti bætt sig og fundið svörin
til betri líðan og betra lífs. Tímaplani fylgt og gott skipulag á hverjum degi.
Mikið traust og vinátta myndaðist.
Takk kærlega að hjálpa hópnum til að fara út fyrir boxið. Með því móti fékk ég
ótrúlega mikið út úr námskeiðinu.“

Hannes Jón Helgason.
...
“Ægir Hefur einstakt lag á að hjálpa manni að kafa djúpt og draga fram það sem
skiptir máli. Ég öðlaðist nýja og jákvæða sýn á líf mitt og það sem mig langar og
ætla að gera. Tilfinningin sem fylgdi því var/er einstök og hrífandi.
Takk fyrir Ægir, þetta hefur verið einstakt hrífandi ferðalag með frábærum hóp
og í magnaðri náttúru.“

Jón Bjarni Bjarnason.
...
“Heilunarferð um Hornstrandir með 7 öðrum körlum er það skemmtilegasta og
gagnlegasta sem ég hef gert. Að lifa og hrærast í karlasamfélagi sem þessu
hefur gefið mér mikið. Allt frá hugleiðslu, hugleiðingum, spjalli um lífið og
tilveruna, gönguferðir um svæðið, hjálpuðu mér að líta inn á við og endurnýja
styrkinn í sjálfum mér. Ægir á sannarlega heiður skilinn fyrir að halda utan um
hópinn og þessa ævintýraferð til Hornstranda.
Takk fyrir mig.“

Unnar Logi
...
“Að hreifa nálina námskeiðið er vel samsett prógram sem henntar öllum sem
hafa áhuga og hugrekki til að leita leiða til að bæta líf sitt. Fjölbreyttar
hnitmiðaðar æfingar gerðar í hóp, leiddar af festu og fagmennsku Ægis voru
frábærar. Ægir hefur einstaklega lag á jóganídra – og djúpa rólega röddin kyrrir
hugann og eykur vellíðan.
Takk fyrir mig.“


Helgi Helgason
...

Umsagnir eftir ferli námskeið á Höfuðborgarsvæðinu

“Ég hef fengið aðra sýn á hugleiðslu sem ég hef reyndar stundað í nokkur
ár. Ég finn fyrir betri einbeitingu eftir tímana og eftir að hlusta á yoga nidra hugleiðsluna heima.“


Ásgeir Arnoldsson
...
“Ég hef orði meðvitaðri um sjálfan mig en áður. Margar æfingarnar er ég
að nota enn í dag löngu síðar.“


Stefán G.
...
“Það sem ég hef fengið út úr þessu er hvernig æfingarnar hafa tengst
skemmtilega við það sem kalla má daglegt amstur og breyta mótspyrnu í
meðbyr. Neikvæðni yfir í jákvæðni. Leyfa hugsunum að koma og fara eða
staðsetja þær á réttan hátt einhvern veginn.

Ég fékk nýja sýn á hugleiðslu og hvað hún er í raun ríkur partur af lífi mínu.
Leibeinandanum hefur tekist vel að koma sínum upplifunum og reynslu til
skila. Kann ég honum góðar þakkir fyrir og mæli eindregið með þessu
ferli/námskeiði.“


Hans K.
...
“Hvert stig/ferli hefur verið þess eðlis að ég hef tekið með mér nesti úr
þessum tímum út í daglegt líf. Eins og til dæmis spurninguna: Hef ég gagn
af þessu? Ég hef sannprófað hana í aðstæðum þar sem ég hefði áður gefið
mér útkomuna fyrirfram. Mjög skemmtilegt!“


Siggi.
...
“Hugleiðinginn um já/nei ferlið opnaði augu mín fyrir því jákvæða ferli sem
ég vissi ekki að ég hafði farið í gegnum. Hugleiðslan úti í náttúrinni orkaði
sterkt á mig og staðfesti getu mína til að lifa/ferðast í minni innri sýn.“


Jón Bjarni
...
“Þetta hefur kennt mér hvað lífið hefur mikið að bjóða. Og að taka sig ekki of
alvarlega. Lífið er eintóm gleði, bara ef þú breiðir út faðminn og tekur á
móti. Þetta hefur gert mig jákvæðari. Já, og hvatt mig til að halda áfram á
þessari braut til að gera mig að enn betri manni.“


Sigurður H Ingimarsson
...
“Mér fannst námskeiðið frábært. Það fékk mig til að fara út úr
þægindaramma hins daglega lífs. Vangaveltur um stóra já-ið og nei-ið
höfðu mjög jákvæð áhrif á mig.”


Magnús Björnsson
...
KARLAHEILL
Sími +354 891 8186